Vörumerkjastofa | Auglýsingar | Stefnumótun | Markaðsmál | Fagmennska | Þú græðir meira á góðri auglýsingu

SNJÖLL VERKFÆRI SEM MÓTA UMHVERFI VÖRUMERKJA!
Skapandi auglýsingar, markaðssetning og vörumerkjaráðgjöf
Við erum vörumerkjastofa og auglýsingastofa og bjóðum upp á skapandi lausnir á öllum sviðum markaðsmála. Við hjá Mark / Mörkun höfum aukið sölu allra okkar viðskiptavina um 20 prósent hið minnsta og getum aukið vörumerkjavitund um 30 prósent hið minnsta. Við skilum verkum af okkur með SMART markmiðum og eftirfylgni sem tryggir árangur. Með aðstoð 3/4 módelsins fær hver viðskiptavinur sérsniðið sniðmát sem útfyllist á 360° strigamódel. Það tryggir yfirsýn og árangur.
ÞRAUTREYND VINNUBRÖGÐ
Við höfum rannsakað neytendur og vörumerki í 15 ár og búið til og aðlagað módel okkar út frá niðurstöðum rannsókna okkar á viðbrögðum neytenda við markaðsherferðum, auglýsingum og öllu markaðsefni. Þannig getum við veitt bestu mögulegu niðurstöðu og tryggt arðsemi markaðsmála betur en aðrir. Aðferðir okkar hafa verið prófaðar á fræðilegan hátt og sannreyndar hjá virtum háskólum.

NEYTENDARANNSÓKNIR
Markaðsrannsóknir á hærra plani
Markhópagreiningar okkar gefa ekkert eftir. Vörumerki byggja á markaðsstarfi. Öflugt markaðsstarf byggir á réttum markaðsrannsóknum. Innifalið í okkar vinnu er tvöföld nálgun á rýnihópa. Fyrst fáum við álit rýnihópa og vinnum úr því en í seinni umferð leggjum við vinnu okkar fyrir rýnihópa til að fá álit og aðlögunnar.

STEFNUMÓTUNARVINNA SEM SEGIR SEX
100% ánægja
Markaðsvinna okkar á fyrirtækjamarkaði (B2B) hefur leitt í ljós að fyrirtæki óttast vinnubrögð og verðlagningu ráðgjafar fyrir vörumerki og markaðsstarf. Því gerum við fast verðtilboð og leyfum þér að fylgjast með ferlinu frá A til Ö. Okkar viðskiptavinir fá 100% endurgreiðslu ef þeir eru ekki 100% ánægðir.

FJÖGURRA SKREFA FERLI
Reynsla okkar á sviði auglýsingagerðar og stefnumótunar vörumerkja fyrir markaðsstarf hefur gert okkur það mögulegt að einfalda ferlið. Hvort sem það eru auglýsingar, markaðsáætlanir eða endurmörkun vörumerkja, þá er ferlið alltaf einfalt og gegnsætt. Það þarf aðeins fjögur skref.

5 F
Í takt við nýja tíma í markaðssetningu
Við vinnum með vörumerki í takt við kenningar um hin 5F. 5F aðferðafræðin byggir á faglegum grunni og tryggir framúrskarandi árangur í takt við markmiðasetningu.
