top of page
Search

Bestu Vörumerkin kunna þetta!

Updated: Mar 4, 2021

Það sem einkennir bestu íslensku vörumerkin og bestu erlendu vörumerkin er öflug mótun stefnu og markviss stjórnun á vörumerkjum í gegnum auglýsingar. Auglýsingar á samfélagsmiðlum er nokkuð frábrugðin auglýsingum í sjónvarpi eða útvarpi svo dæmi séu tekin. Oft þurfa skilaboð að vera knappari vegna styttri tíma sem fólk veitir þeim athygli en einnig þurfa skilaboð á samfélagsmiðlum að vera sniðugari eða fyndnari en á hefðbundnum miðlum. Þá má þó ekki útiloka sniðugar auglýsingar í sjónvarpsauglýsingum og útvarpsauglýsingum.


Mikilvægi atriða fyrir gott vörumerki (GASS listinn):

  1. Góð hönnun vörumerkis (lógó)

  2. Auglýsingar sem líta vel út

  3. Snjöll skilaboð

  4. Staðsetning skilaboða



Dagblaðaauglýsingar eða auglýsingar í tímaritum þarf að skrifa aðeins öðruvísi en aðrar auglýsingar. Ágætt er að láta slagorð eða setningu sem kallar á aðgerðir. Til dæmis mætti fylgja setningar á borð við "Einstakt tækifæri" eða "Gríptu tækifærið". Þá má segja eitthvað lýsandi en óljóst um vöruna í auglýsingunni á borð við "Snjöll leið" eða umsagnir annars fólks um vöruna. Ekki þarf að nota raunverulegt fólk við umsagnirnar en ef slíkt á að gera er öruggast að fá auglýsingastofu til að sníða saman réttan texta, jafnvel tvær útgáfur og leyfa viðkomandi umsegjanda að velja þá setningu sem á að nota.


Auglýsingar á netinu og auglýsingar í sjónvarpi svo dæmi séu tekin þurfa þó að tala saman en einnig að ná 360° hughrifum og skarast þannig að hughrif um vörumerkið færast yfir í hjartahrif. Þegar vörumerki hefur náð í gegn í hjarta neytenda fer að myndast umtal. Auglýsingar geta verið hagkvæm leið til að styrkja vörumerkið og eru góð leið til að tryggja að það fjármagn sem fer í grunnvinnu við að teikna upp vörumerki sé ekki hent á bálið. Hér má sjá eitt af 360° módelum okkar. Margir hafa brennt sig á því fara út í dýra vinnu við að teikna vörumerki sem síðan eyðileggst með auglýsingu sem hittir ekki í mark.



Vörumerki netmiðlar auglýsingar notendaupplifun umtal samfélagsmiðlar branding bestu vörumerkin hönnun

Eins og sést á myndinni eru vörumerki mótuð af auglýsingum og hughrifum af þeim. Einnig þarf að skoða notendaupplifun - það er að segja hvenær notandi upplifir auglýsinguna eða markaðsefnið - til að mynda ef hægt væri að láta farsíma sýna auglýsingu frá verkstæði þegar bíllinn bilar eða að auglýsingin birtist á réttum stað fyrir fréttir.

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page