top of page
Search

Lúðurinn fyrir árið 2020 - tilnefningar eru komnar


Lúðurinn tilnefningar 2020 2021 auglýsingar bestu auglýsingar markaðsmál vörumerki
Brátt vitum við bestu og áhrifamestu auglýsingar síðasta árs

Nú er komið að hinni árlegu uppskeruhátíð íslensks markaðsfólks: tilnefningar til verðlauna ÍMARKS, Lúðursins hafa nú loksins verið birtar. Þrátt fyrir áskoranir á markaðnum árið 2020 vegna kófsins, þá er ótrúlegt hversu vel heppnað og faglegt starf er unnið af skapandi fólki á íslenskum auglýsinga- og markaðsstofum.


Það má nú með sanni segja að íslenskar auglýsingar eru jafn faglega unnar og skapandi og hugmyndaríkar eins og best þekkist erlendis. Það er greinilega mikil gróska í auglýsingagerð og það sést að öflug stefnumótun vörumerkja er leiðarljós í efnissköpun.


Allt ferlið í kringum Lúðurinn er eins faglegt og vandað og best er við að búast og það er ánægjulegt að sjá að um jafnt kynjahlutfall fagfólks er í dómnefndinni. Það er nú ekki oft sem þeir sem blása til verðlauna hafi metnað fyrir fjölbreyttum bakgrunni dómenda.


Verðlaunin eru ekki aðeins gott klapp á bakið til þeirra sem hafa staðið sig best á síðasta ári, heldur einnig gott spark í rassinn á þeim sem fengu ekki náð fyrir augum valnefndarinnar og þeirra sem fengu ekki tilnefningu til að gera betur og hugsa betur á faglegum og ekki síst á skapandi fræðilegum nótum um vörumerki og auglýsingar.


Verðlaunahafarnir verða síðan tilkynntir með hátíðlegri athöfn þann 17. apríl rafrænt á vefsvæði Morgunblaðsins, mbl.is

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page