top of page
Search

Gott vörumerki og einkenni þess

Einkenni góðs vörumerkis eru nokkur vel þekkt en mörg fyrirtæki flaska á því að vinna nógu vel grunnvinnu vörumerkjastjórnunar til að ná helstu þáttum góðs vörumerkis rétt. Hér er fjallað um einkenni góðra vörumerkja.



gott vörumerki bestu vörumerkin mælingar
Gott vörumerki færir viðskiptavinum bros


  1. Gott vörumerki er frábært í að vera einstakt.

  2. Framúrskarandi í samkeppninni

  3. Stöðugleiki

  4. Ástríða er að baki góðu vörumerki

  5. Þekking

  6. Forysta

  7. Áberandi


Gott vörumerki er frábært í að vera einstakt.

Helsta einkenni fyrir gott vörumerki er að það skarar fram úr í að vera einstakt. Auglýsingar þess vekja athygli því að það stendur upp úr fjöldandum og það hefur myndað sér ákveðið svæði á markaðnum sem aðrir geta ekki nálgast, jafnvel þótt þeir hermi eftir vörumerkinu sem er framúrskarandi. Sem leiðir okkur að næsta punkti.


Framúrskarandi í samkeppninni

Vörumerkið nær að standa sig mun betur en samkeppnisaðilar, hvort sem það er í verði, þjónustu ýmiskonar eða til dæmis opnunartímum. Það nær alltaf að hitta í mark hjá viðskiptavinum.


Stöðugleiki

Ástæðan fyrir því að bestu vörumerkin ná á toppinn er sú að það er alltaf stöðugleiki sem viðskiptavinurinn skynjar. Auglýsingar eru nokkurn veginn eins og viðskiptavinurinn getur gengið að gæðum vísum þegar hann opnar umbúðirnar - ekki aðeins gæðum heldur alltaf sömu gæðum.


Ástríða er að baki góðu vörumerki

Það er ekki spurning að ástríða knýr gott vörumerki áfram. Hvort sem það er forstjórinn eða sá sem sópar gólfið - allir fylkja sér að baki vörumerkinu af ástríðu. Neytendur skynja þetta beint eða óbeint og taka vörumerkið trúanlegt og vilja kaupa það.


Þekking

Allir í markhópnum þekkja vörumerkið. Það er afleiðing góðrar staðfærslu sem síðan er fylgt eftir með sniðugum auglýsingum sem hitta í mark hjá markhópnum.


Forysta

Í vörumerkjafræðum skiptir máli að vera fyrstur og markað og láta vita af því. Hver kannast ekki við öflug vörumerki sem taka það fram í öllum auglýsingum að þau séu þau fyrstu í sínum flokki eða "í fyrsta sinn á Íslandi"? Þetta er uppskrift af öflugri forystu og nýsköpun vörumerkis sem viðskiptavinir elska.


Áberandi

Það segir sig nokkurn veginn sjálft að vörumerki þurfa að vera mjög áberandi því annars veit enginn af þeim. Síðast en ekki síst myndu margir segja þar sem lykillinn að því að vera áberandi eru réttu verkfærin og réttar markaðsrannsóknir og mælingar á vörumerkinu sem styðja við auglýsingar og kynningar hvers konar.


 
 
 

コメント


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page