top of page
Search

NPS vísitala - Net Promoter Score

Vinsæl aðferð til að mæla ánægju með vörumerki er meðmælavísitalan, hið svokallaða Net Promoter Score (NPS mælikvarðinn eða NPS vísitalan eins og það er kallað í daglegu tali). NPS er meðmælavísitala vörumerkis. Það reynist mörgum góð mæling á vörumerki að notast við NPS þar sem framkvæmdin er einföld.


Hvað skoðar NPS vísitalan?

NPS mæling lítur til ánægju viðskiptavina og mælir hversu líklegir viðskiptavinir eru til að mæla með vöru eða þjónustu vörumerkis. Vörumerki sem mælist með háa NPS meðmælavísitölu er líklegra til að njóta hylli sinna viðskiptavina eða almennrar hylli meðal neytenda.


Hver er kostur þess að mæla NPS vísitölu vörumerkis?


vörumerkjastofa net promoter score vísitala brand vitund vörumerki markaðssetning
NPS vísitalan er stórt próf í huga margra

Helsti kostur þess að nota NPS meðmælavísitölu er hversu einföld hún er í notkun. Það þarf ekki langan spurningalista til að komast að niðurstöðu - það er aðeins ein spurning sem spyr neytendur hversu líklegir þeir eru til að mæla með vörumerkinu við aðra. Langir spurningalistar um vörumerki sem telja jafnvel yfir 20 spurningar eru líklegir til að vera ómarktækir þar sem þátttakendur eru líklegir til að leiðast þófið og svara út í hött eða verða jafnvel líklegir til að velja alltaf möguleikann í miðjunni.


Hver er gallinn við að nota NPS við að mælingar á vörumerkjum?

Helsti gallinn við NPS mælingar er það sama og kosturinn - tólið er aðeins ein spurning og mælir því aðeins einn hlut. Þá eru einnig til ýmis konar gagnrýni á NPS sem má heimfæra á flest megindleg rannsóknartól (spurningakannir) - til að mynda hversu marktæk svör eru þegar litið er til ýmissra þátta sem verður ekki farið í hérna. En vísitalan er þó ágætur mælikvarði á hvernig fólk hugsar til vörumerkisins og getur komist nokkuð nálægt því hvort vörumerkið njóti þess orðspors að neytendur séu tilbúnir að mæla með vörumerkinu við vini og ættingja.


Er NPS góður mælikvarði á vörumerkjavitund?

Vörumerkjavitund eða vitund á vörumerki er hægt að mæla með NPS - það er að segja, neytendur mæla auðvitað ekki með vörumerki sem þeir þekkja ekki til. Þeim mun dýpri og jákvæðari sem þekking á vörumerkinu er - þeim mun líklegri eru þeir til að mæla með vörumerkinu. Vegna einfaldleikans er NPS betri mælikvarði en lengri spurningalistar sem eiga að mæla ýmsa þætti vitundar. Einfaldlega vegna þess að oft eru annmarkar á slíkum spurningalistum - sérstaklega ef þeir eru ekki mældir á heppilegu úrtaki. Úrtakslistar eru oft samansettir af hópi viðskiptavina en oftast eru miklir annmarkar á slíkum úrtökum. Þá segjast ráðgjafafyrirtæki oft eiga úrtakslista en í mörgum tilvikum eru þeir ekki nægilega stórir eða einfaldlega endurspegla þeir ekki nægilega fjölbreyttan hóp úr þjóðfélaginu. Fyrirtæki geta þó oft sent sjálf út NPS spurninguna á úrtak sinna viðskiptavina ef það er gert með reglulegu millibili. Það er þá oftast gert til að skoða þróun NPS vísitölu til lengri tíma.






 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page