top of page
Search

Ný heimasíða

Við erum í sífelldri vöruþróun bæði fyrir viðskiptavini okkar og okkur sjálf. Okkar starfsregla er að taka innri rýni og okkar vörumerki fjórum sinnum á ári, endurmetum og hrindum því í framkvæmd. Rýni á heimasíðunni var verkefni Q4 vörumerkjavikunnar okkar. Á komandi ári förum við í rýni á innri viðskiptavinum okkar. Því miður höfum við ákveðið að taka niður næstum tvö ár af vörumerkja og auglýsingamolum af síðunni okkar. Fréttir okkar og greiningar á vörumerkjum hafa notið mikilla vinsælda en við ætlum að velja úr sarpinum og setja saman í fyrstu íslensku bókina um vörumerkjamál og auglýsingar. Ásamt gömlum pistlum ætlum við að bæta inn í og setja í samhengi þannig að til verður handbók um vörumerkjastjórnun og skapandi vinnu fyrir íslenskt fagfólk. Sannkölluð handbók markaðsstjórans.


vörumerkjarýni á staðfærslu og stefnumörkun
Hugmyndafundur fyrir vörumerkjarýni

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page