top of page
Search

Vörumerki og hönnun 2021 - bestu atriðin sem halda þér í takt við tímann


bestu vörumerkin 2021 vörumerkjavitund ímynd almannatengill samskipti hönnun auglýsingar
Það er til margs að huga í snjallri hönnun á árinu

Nýju ári fylgja nýjar áherslur í markaðssetningu og stefnumótun vörumerkja. Þó svo að margir hafi nú þegar farið í markmiðasetningu fyrir vörumerkin sín og jafnvel er búið að setja línurnar fyrir hönnun markaðsskilaboða og auglýsinga fyrir árið, þá þarf alltaf að vera á tánum og vera í það stakk búinn að hnika örlítið til.


20 sérfræðingar í hönnun markaðsefnis

Við fengum til liðs við okkur samstarfsaðila okkar sem telja 20 sérfræðinga á sínu sviði sem allir vita hvað bestu vörumerkin gera til að ná árangri með því að spá fram í tímann og vera í takt við hann.


7 atriði

Í ljós kom nokkuð sterkur samhljómur um hvað bestu vörumerkin munu gera á árinu til að halda sér í takt við tímann og verða þetta nokkuð ríkjandi stefnur í markaðsmálum ársins og sérstaklega auglýsingum og vörumerkjum.


  1. Naumhyggja

  2. Grunnform

  3. Skörun

  4. Óhefðbundin uppröðun

  5. Viljandi gróft og teiknað í höndunum

  6. Náttúrulegri hönnun

  7. Svarthamur


1. Naumhyggja / mínimalismi

Þetta verður án nokkurs vafa algengasta vörumerkjatrendið fyrir árið 2021. Þetta er ekkert nýtt heldur framhald af langvarandi þróun í vörumerkjahönnun. Til viðbótar við naumhyggju almennt, þá verða tengdir hlutir sérstaklega heitir, á borð við snyrtilegar, þunnar línur og autt rými ásamt flötum táknum og teikningum ásamt einföldu og sígildu letri.


2. Grunnform og mynstur

Í framhaldi af einfaldleika munu hönnuðir víkka út vörumerkið með geómetrískum formum og mynstri með smá tvisti. Táknþróun mun endurvekja sígild tákn en einnig skila sér í aukinni notkun á skammheitum og skammstöfunum í markaðsstarfi.


3. Texti og grunnmynd munu skarast

Grunnmynd og hönnun þeirra mun skarast meira með texta í ár. Texti verður afbyggður og það mun bóla á óvenjulegum leturgerðum.


4. Uppröðun verður óhefðbundin

Reglur um samsetningu og uppsetningu verða brotnar í ríkari mæli. Það verður áhugavert að sjá að bæði ósamhverfa og sjónrænt jafnvægi munu vera ríkjandi.


5. Grófleiki og handvinnsla

Myndmál verður í æ ríkjandi mæli handteiknað en á sama tíma mun hönnun almennt verða gróflegri af ásetningi. Þetta eru bæði dæmi um hvernig vörumerki þróast myndrænt í átt að sýna fram á áreiðanleika og einlægni.


6. Myndmál og hönnun verður náttúrulegra

Við getum átt von á að sjá litapallettur í jarðlitum og vísanir í náttúru í myndmáli


7. Svarthamur

Þetta trend verður mun sértækara fyrir notendaviðmót en atriðin að ofan. Það verður mun meira af möguleikum á svarthami í smáforritum á þessu ári - það má segja að þróunin sem hófst fyrir nokkrum árum haldi því áfram.



Við munum halda spennandi og sniðugar vinnustofur um þessi málefni. Fylgist nánar með á heimasíðunni okkar.

 
 
 

Comentarios


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page