top of page
Search

Ótvíræð merki um óvönduð vinnubrögð


vörumerkjastjórnun staðfærsla vörumerkja bestu vörumerkin


Stofnandi Mark/Mörkun, hann Guðmundur Þór hefur opnað sína eigin Medium síðu með hugleiðingum sínum um markaðsmál og auglýsingar. Í nýlegum pistli sínum fer hann yfir áhugaverða rannsókn sem við höfum verið að vinna sem hluti af sífelldu umbótarferli okkar.


Þar er farið yfir niðurstöður um þá hluti í fari eða rekstri auglýsinga- markaðs- og vörumerkjastofa sem viðskiptavinir telja merki um að þeir gæti verið hlunnfarnir í samskiptum við þær. Ef punktarnir sem eiga við stofu eru fleiri en einn eða tveir þarf að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í viðskipti. Atriðin sem eru merki um að bak við tjöldin séu unnin óvönduð og ófagleg vinnubrögð eru:


  1. Meiri áhersla á eigin árangur en árangur viðskiptavina

  2. Starfsmannavelta

  3. Viðskiptavinavelta

  4. Áhersla á fyrir hverja var unnið frekar en hvað var unnið

  5. Maki, börn og ættingjar í starfsliði

  6. Áherslur á menntun og titla stofnenda frekar en raunverulega hæfni

  7. Látið líta út fyrir að vera stærra en það er

  8. Titlabólga

  9. Fara ekki eftir eigin ráðleggingum

Farið er nánar út í hvert og eitt atriði í greininni en hún er holl lesning fyrir hvern sem ætlar að fá ráðgjöf í markaðsmálum.

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post

©2021 by Mark/Mörkun. Proudly created with Wix.com

bottom of page