Hvað er vörumerki?
- Mark Mörkun
- May 13, 2021
- 2 min read
Myndmerki eða lógó
Umbúðir
Þjónusta
Auglýsing
Samband

Hvað einkennir eiginlega vörumerki
Margir spyrja sig hvað einkennir eiginlega vörumerki. Það er góð spurning en svarið er margþátta. Snjölll rannsókn á markaðsmálum getur leitt í ljós hvað er gott vörumerki. Sérfræðingar eru sammála um hvað vörumerki sé. Vitund á vörumerkjum er eitt en margir þættir geta ýtt undir vitund á vörumerki eða vörumerkjavitund. Það ber þó að hafa í huga hvað veldur vitund á vörumerkjum.
Vörumerki er myndmerki eða lógó
Það skal ekki vanmeta þátt góðs myndmerkis eða lógó í góðu vörumerki. Gott myndmerki er oft hannað með því að skoða tíðarandann og skapa eitthvað svipað og sem er í gangi. Skapandi vörumerkjahönnðuður eða grafískur hönnuður reynir oft að sjá hvað aðrir eru að gera og fá þar innblástur. Ekki þarf miklar aðrar rannsóknir hjá neytendum til að slá í gegn með góðu lógói. Myndmerki þarf að vera kunnuglegt fyrir neytendur til að geta valið það. Því ber að varast eitthvað einfalt eða of frumlega hönnun.
Vörumerki eru umbúðir
Það er margt sem veldur því að vörumerki slá ekki í gagn. Snjöll hönnun á umbúðum er þó ekki þar á meðal. Snjöll hönnun er líklegri til að ná í gegn hjá ungu fólki og má líkja góðum umbúðum við vítamín fyrir vörumerki. Þau gefa vörumerki aukinn kraft og vekja athygli hjá viðskiptavinum þegar kemur að því að velja úr hillum stórmarkaða.
Vörumerki eru þjónusta
Sniðug leið til aðgreiningar vörumerkja er þjónusta. Brosandi starfsfólk sem sýnir þjonustulund er örugg leið til aðgreiningar vörumerkis. Samkeppnisgreining hjálpar að einhverju en þjónusta í bland við fallega hönnun er örugg leið. Apple er gott vörumerki vegna úrvals þjónustu líkt og Rolls Royce.
Vörumerki er auglýsing
Góð birting á sniðugri auglýsingu býr til vitund sem er oft sterkari en nokkur stefnumótun vörumerkja. Skemmtileg og smellin hugmynd sem fær fólk til að brosa rétt áður en fréttirnar byrja í sjónvarpinu eða áður en kvikmyndin byrjar á laugardagskvöldi ýtir við kauphegðun rétt eins og rannsóknir bæði hér heima og erlendis sýna fram á. Auglýsingar eru sterkustu tól og því ber að leita til færustu fagmanna áður en auglýsing er útfærð. Betra er að móta vörumerki eftir þeim auglýsingum sem fólk man eftir en að móta auglýsingar eftir vörumerkjum. Auglýsingar eru því hornsteinn stefnumótunar vörumerkja.
Vörumerki er samband
Af framangreindum þáttum, ef þeir eru allir útfærðir á snjallan hátt, er hægt að byggja sterkt samband sem hægt er að móta vörumerki eftir. Þegar gott myndmerki hefur verið mótað, snjöll umbúðahönnun, úrvals þjónusta og úrvals auglýsing fær birtingu er ekkert því til fyrirstöðu að fara út í stefnumótunarvinnu fyrir vörumerkið. Það er oft ódýr leið sem hægt er að vinna fljótlega eftir skapalónum sem fást ókeypis á netinu. Þau er hægt að tvinna við samnbandið sem hefur myndast út frá fyrstu þáttunum hér í greininni. Óþarfi er að fara fyrst út í kostnaðarsama rannsóknarvinnu sem getur skemmt fyrir ofangreindum þáttum og eyðilagt það verðmætasta sem vörumerki hefur, sambandið við viðskiptavini. Það byggist á sambandi viðskiptavina við starfsmenn, oftast sölumenn fyrirtækisins. Eins og margir segja, þá er vörumerkið fyrst og fremst mannauðsmál sem ætti ekki að vera í höndum markaðsdeilda heldur mannauðsdeilda. Það er nokkuð óumdeilt.
Ekki láta fúskara blekkja ykkur, eigið samband við Mark/Mörkun fyrir fyrirtaks ráðgjöf í markaðsmálum, vörumerkjastjórnun og mannauðsstjórnun. Fyrirtaks markmiðasetning fyrir framúrskarandi vörumerki með góðar auglýsingar.
Comments